Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 21. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hörðustu stuðningsmenn Juventus fengið sig fullsadda af Bonucci
Leonardo Bonucci
Leonardo Bonucci
Mynd: EPA
Allra hörðustu stuðningsmenn Juventus á Ítalíu vilja sjá breytingar á liðinu en 1-0 tapið fyrir nýliðum Monza var kornið sem fyllti mælinn hjá þeim.

Juventus er í 8. sæti deildarinnar með 10 stig, sjö stigum á eftir toppliðunum en liðið er í svakalegri lægð.

Liðið hefur þá tapað báðum leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og síðast gegn Benfica, 2-1.

Pavel Nedved, framkvæmdastjóri Juventus, vill losa sig við Massimo Allegri, þjálfara liðsins, en Andrea Agnelli hefur neitað að láta hann fara. Allegri er hluti af framtíðarplönum Juventus og er hann því ekki á förum.

Stuðningsmenn Juventus sendu frá sér pistil og kölluðu eftir breytingum og hafa þeir greinilega snúið baki við Leonardo Bonucci, fyrirliða liðsins, en þeir segja hann ekki hafa það sem þarf til að leiða liðið. Bonucci reyndi að ræða við stuðningsmenn félagsins eftir tapið en án árangurs.

„Bonucci hefur aldrei verið leiðtogi og mun aldrei verða það. Hann var það ekki hjá Treviso, Pisa, Bari né Milan og hann verður það svo sannarlega ekki hjá Juventus," var skrifað í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner