Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. október 2020 15:42
Elvar Geir Magnússon
Eltir um allt af hljómsveit sem gerir þeim lífið leitt
Mynd: Libertad VCF
Hópur af óánægðum stuðningsmönnum Valencia hefur ráðið hljómsveit sem eltir stjórnendur félagsins allan daginn. Er þetta gert til að reyna að ýta stjórnendunum frá völdum.

Margir stuðningsmenn Valencia vilja skipta út æðstu mönnum félagsins og með því að fá hljómsveitina til að elta þá er daglegt líf þeirra í borginni gert óþægilegt og furðulegt.

Hljómsveitin spilar á hljóðfæri og fylgir stjórnarmönnunum hvert fótmál.

Sala á mörgum lykilmönnum í undanförnum gluggum hefur gert stuðningsmenn reiða en fjárhagsstaða félagsins er ekki góð.

Valencia hefur þrátt fyrir allt náð í sjö stig úr fyrstu sex leikjum sínum í La Liga en stuðningsmenn óttast að félagið sé á leiðinni í slæm mál.

Peter Lim, viðskiptajöfur frá Singapúr, er eigandi Valencia en hann virðist vera búinn að gefast upp á félaginu.

Sjá einnig:
Valencia í miklu basli: Markmiðið að halda okkur uppi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner