Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. október 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Fastamenn framlengja við Barcelona
Gerard Pique í baráttunni.
Gerard Pique í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur tilkynnt að Gerard Pique, Marc-Andre Ter Stegen, Clement Lenglet og Frenkie de Jong hafi skrifað undir nýja samninga við félagið.

Hinn 33 ára gamli Pique samdi til 2024 en hann þarf að spila ákveðið marga leiki tímabilið 2021/2022 til að samningurinn haldi.

Markvörðurinn Ter Stegen samdi til 2025 en varnarmaðurinn Lenglet og miðjumaðurinn De Jong framlengdu til 2026.

Barcelona hefur verið í fjárhagsvandræðum eftir kórónuveiru faraldurinn en félagið losaði sig við leikmenn eins og Luis Suarez, Ivan Rakitic og Arturo Vidal í sumar til að minnka launakostnað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner