Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. október 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suðurnesjaslagur spilaður fyrir 3. nóvember
Lengjudeildin
Grindavík fagnar marki gegn Keflavík fyrr í sumar.
Grindavík fagnar marki gegn Keflavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
KSÍ tók í gær ákvörðun um að reyna að halda Íslandsmótinu áfram og reyna að klára það.

Félög á höfuðborgarsvæðinu mega ekki keppa til 3. nóvember, en þau mega æfa með sérstökum skilyrðum.

Stefnan er að halda áfram Íslandsmótinu í næsta mánuði, en samkvæmt leikjaplani sem var gefið út í dag mun einn leikur fara fram fyrir 3. nóvember.

Það er frestaður leikur Keflavíkur og Grindavíkur í Lengjudeild karla sem er núna settur á 31. október.

Þessi lið mega spila þar sem þau eru bæði utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem mikið hefur verið um smit. Það eru strangari reglur á höfuðborgarsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner