Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 21. október 2020 15:09
Elvar Geir Magnússon
„Þetta er martröð" - Án tíu aðalliðsmanna gegn Real Madrid
Frá æfingu Shaktar í Madríd í gær.
Frá æfingu Shaktar í Madríd í gær.
Mynd: Getty Images
Úkraínska stórliðið Shaktar Donetsk verður án tíu aðalliðsleikmanna þegar liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni í dag. leikurinn hefst klukkan 16:55 í Madríd.

Covid-19 hópsmit átti sér stað hjá Shaktar og því eru svo margir leikmenn fjarverandi.

Luis Castro, stjóri Shaktar, lýsir ástandinu við martröð.

Fyrirliðinn og markvörðurinn Andriy Pyatov er meðal leikmanna sem verða ekki með og þá er einnig talað um Brasilíumennina Taison, Alan Patrick og Junior Moraes

Fjölmiðlar segja að varnarmaðurinn Mykola Matviyenko og varafyrirliðinn Taras Stepanenko hafi einnig greinst með veiruna.

Reglur UEFA kveða á um að ef þú ert með þrettán leikmenn eða fleiri leikfæra þá eigi ekki að fresta leik. Fimmtán af 25 í Meistaradeildarhóp Shaktar eru leikfærir.

„Þetta er algjör martröð. Ég bjóst aldrei við því að við myndum lenda í þessari stöðu. Að vera án svona margra leikmanna í leiknum, það er ótrúlegt. En svona er heimurinn í dag," segir Castro.

Shaktar vann úkraínska meistaratitilinn á síðasta tímabili og komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar áður en liðið tapaði gegn Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner