Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. október 2021 19:27
Ívan Guðjón Baldursson
Halli hættur með Reyni Sandgerði (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Freyr Guðmundsson er hættur við stjórnvölinn hjá Reyni Sandgerði eftir að samningur hans við félagið rann út í haust.

Halli hefur verið aðalþjálfari Reynis undanfarin fjögur ár og verið afar farsæll í starfi. Hann tók við Reyni í 4. deild og skilur við liðið í 2. deild.

„Stjórn ksd. Reynis bauð Haraldi áframhaldandi samning strax að loknu síðastliðnu keppnistímabili. Halli hefur hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og taka næstu skref á þjálfaraferli sínum," segir meðal annars í fréttatilkynningu Reynis.

„Stjórn ksd. Reynis vill nýta tækifærið og þakka Halla kærlega fyrir frábær ár hjá félaginu. Halli mun alltaf eiga stað í hjarta Reynisfólks. Við óskum honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni."

Halli er fertugur og lék yfir 200 keppnisleiki fyrir Keflavík á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann á tvo A-landsleiki að baki og verður áhugavert að sjá hvaða verkefni hann tekur að sér næst.
Athugasemdir
banner
banner