Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. nóvember 2020 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Arnar Viðars, Keflavík og Liverpool á X977 í dag
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra flaggskipi X977 alla laugardaga milli 12 og 14 þegar útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á dagskrá.

Aðalviðmælandi þáttarins í dag er Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins og yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ.

U21 landsliðið er komið á EM (Staðfest) og Arnar er einn af þeim sem er orðaður við A-landsliðsþjálfarastarfið nú þegar Erik Hamren hefur látið af störfum.

Í þættinum verður einnig rætt við Sindra Kristin Ólafsson, markvörð Keflavíkur. Keflavík vann Lengjudeildina í sumar og leikur í Pepsi Max-deildinni á komandi tímabili.

Þá verður fjallað um enska boltann. Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur um Liverpool, verður á línunni. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir landsleikjahlé og lykilpósta vantar hjá Liverpool.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner