Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. nóvember 2021 09:25
Brynjar Ingi Erluson
Allt gert til að fá Zidane á Old Trafford
Powerade
Zinedine Zidane
Zinedine Zidane
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling á leið til Barcelona?
Raheem Sterling á leið til Barcelona?
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland fer ekki til PSG
Erling Braut Haaland fer ekki til PSG
Mynd: EPA
Þá er komið að því helsta í slúðrinu þennan sunnudaginn en það er af nægu að taka.

Manchester United ætlar nú að leggja allt í sölurnar í að reyna fá Zinedine Zidane, fyrrum þjálfara Real Madrid, til að taka við sem nýr stjóri félagsins. United hefur hækkað tilboð sitt. (Times)

Raheem Sterling (26), leikmaður Manchester City, hefur tjáð félaginu að hann vilji fara á lán til Barcelona í janúar. Sterling hefur aðeins byrjað þrjá leiki á tímabilinu. (90 min)

Man City er þó ekki tilbúið að leyfa honum að fara á láni og mun aðeins hlusta á tilboð ef félagið getur fundið mann í hans stað. (Mirror)

Enski miðjumaðurinn Mason Mount (22) er í viðræðum við Chelsea um nýjan samning en honum finnst hann ekki nógu vel metinn og gæti yfirgefið félagið ef staðan breytist ekki. (Daily Star)

Arsenal er að skoða Karim Adeyemi (19, leikmann RB Salzburg í Austurríki. Þýski framherjinn er hugsaður sem arftaki Alexandre Lacazette en Salzburg ætlar ekki að hlusta á tilboð í leikmaninnn fyrr en næsta sumar. (Mirror)

Man Utd hefur áhuga á að fá Ousmane Dembele (24), vængmann Barcelona. Frakkinn verður samningslaus næsta sumar og hefur United áhuga á að semja við hann. (Mundo Deportivo)

Mateu Alemany, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir hins vegar að félagið hafi verið í viðræðum um nýjan samning við Dembele og að franski landsliðsmaðurinn hafi mikinn áhuga á að vera áfram. (Sport)

Jesse Lingard (28), leikmaður Man Utd, vill fara á láni frá félaginu í janúar með möguleika á að gera þau skipti varanleg næsta sumar en hann verður samningslaus á næsta ári. (MIrror)

Leicester City ætlar að leita til Frank Lampard, fyrrum stjóra Chelsea, til að taka við af Brendan Rodgers eftir að Leicester tapaði fyrir þeim bláklæddu um helgina. (Fichajes)

Matthijs de Ligt (22), varnarmaður Juventus og hollenska landsliðsins, er með efstu mönnum á blaði hjá Tottenham Hotspur í janúar en bæði Antonio Conte og Fabio Paratici telja að liðið þurfi að styrkja sig í vörninni. (Football Insider)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, ætlar að ræða við Conor Gallagher (21) um framtíðina. Gallagher er á láni hjá Crystal Palace frá Chelsea en hann hefur lagt upp tvö mörk í tíu deildarleikjum á tímabilinu og verið með bestu mönnum deildarinnar. (Four Four Two)

Franska félagið Paris Saint-Germain ætlar ekki að fá Erling Braut Haaland (21) frá Borussia Dortmund og mun frekar einbeita sér að því að fá serbneska framherjann Dusan Vlahovic frá Fiorentina (El Nacional)

Enski miðjumaðurinn Harry Winks (25) er ofarlega á blaði hjá Newcastle United. Eddie Howe, nýr stjóri félagsins, telur að liðið vanti skapandi miðjumenn en Winks hefur aðeins byrjað einn leik fyrir Tottenham á þessari leiktíð. (Mail)

West Ham er að undirbúa annað tilboð sitt í Mohamed Bayo (23), framherja Clermont í Frakklandi. Hann hefur skorað sjö mörk í tólf leikjum á þessu tímabili. Southampton, Brighton og Brentford hafa öll áhuga. (Sun)

Aaron Ramsey (30), leikmaður Juventus, vill fá meiri spiltíma hjá félaginu, en ef það tekst ekki þá mun hann leitast eftir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. (Mirror)

Leeds United er að íhuga að leggja fram tilboð í Ross Barkley (27), miðjumann Chelsea, í janúar. (Mail)

Roma og Juventus eru þá bæði að skoða það að fá argentínska miðjumanninn Leandro Paredes (27) frá Paris Saint-Germain í janúar. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner