banner
   sun 21. nóvember 2021 12:14
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Styttist í Ramos
Sergio Ramos
Sergio Ramos
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, þjálfari Paris Saint-Germain, segir að það sé stutt í endurkomu Sergio Ramos á völlinn en hann hefur ekki enn spilað fyrir félagið frá því hann gekk til liðs við félagið frá Real Madrid í sumar.

Ramos kom á frjálsri sölu í sumar og gerði tveggja ára samning en hefur ekki spilað leik vegna meiðsla.

Hann byrjaði að æfa með liðinu á dögunum og gerir Pochettino ráð fyrir því að hann snúi aftur á völlinn á næstu vikum.

„Heimsmeistarinn Sergio Ramos, með hans keppnisskap og hugarfar, á erfitt með að sætta sig við að spila ekki eins mikið og hann væri í raun til, en hann er mjög sterkur. Hann er að leggja hart að sér og hann er ná miklum framförum," sagði Pochettino.

„Við verðum að vera þolinmóðir og hann hefur verið það sem sýnir þroska hans. Hann mun bráðlega koma til baka. Hann hefur tekið þrjár heilar æfingar með liðinu í þessari viku og virðist höndla álagið sem er mikilvægt skref í áttina að því að spila," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner