Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. nóvember 2022 10:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selfoss fær unglingalandsliðskonu (Staðfest)
Lilja Björk er mætt á Selfoss.
Lilja Björk er mætt á Selfoss.
Mynd: Toggi Pop
Selfoss hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna á næsta tímabili. Unglingalandsliðskonan Lilja Björk Unnarsdóttir hefur fengið félagaskipti til félagsins frá Álftanesi.

Lilja er sextán ára og skipti í Álftanes frá ÍA í sumar.

Hún á að baki níu deildarleiki á sínum ferli og tvo bikarleiki. Þá á hún að baki sex leiki með U16 og þrjá með U17.

Hún var fyrr í þessum mánuði valin í æfingahóp U17 landsliðsins. Í undankeppni fyrir EM 2023 í síðasta mánuði byrjaði Lilja einn leik og kom tvisvar sinnum inn á sem varamaður hjá U17.

Lilja er fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Selfoss frá því að tímabilinu lauk í september.

Selfoss endaði í 5. sæti í sumar, fjórtán stigum frá toppliði Vals og sautján stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner