Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   mið 22. janúar 2020 18:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England - Byrjunarlið: Lloris snýr aftur í markið - Chilwell byrjar
Klukkan 19:30 hefjast tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Leicester tekur á móti West Ham og Tottenham fær Norwich í heimsókn. Leikur Leicester og West Ham verður í beinni útsendingu á Síminn Sport 2.

Klukkan 20:15 hefst svo viðureign Manchester United og Burnley, byrjunarliðin úr þeim leik koma inn um 19:15.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Burnley um helgina. Ben Chilwell kemur inn fyrir Christian Fuchs og Youri Tielemans kemuri inn á miðjuna. Wilfried Ndidi er aftur kominn á bekkinn eftir meiðsli.

David Moyes, stjóri West Ham, gerir eina breytingu á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu gegn Everton um helgina. Pablo Fornals tekur sér sæti á bekknum og Arthur Masuaku byrjar í hans stað. Michail Antonio er þá kominn á bekkinn eftir meiðsli.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Ricardo, Evans, Soyuncu, Chilwell, Mendy, Tielemans, Maddison, Perez, Barnes, Vardy.

(Varamenn: Ward, Justin, Morgan, Ndidi, Albrighton, Gray, Iheanacho. )

Byrjunarlið West Ham: Randolph, Cresswell, Zabaleta, Lanzini, Snodgrass, Noble, Ogbonna, Haller, Diop, Masuaku, Rice.

(Varamenn: Martin, Reid, Balbuena, Sanchez, Fornals, Ajeti, Antonio. )



Jose Mourinho, stjóri Tottenham, gerir tvær breytingar á sínu lið frá 0-0 jafntefinu gegn Watford um helgina. Hugo Lloris er kominn aftur eftir meoðsli og er í markinu í kvöld. Þá kemur Ryan Sessegnon inn fyrir Japhet Tanganga.

Daniel Farke, stjóri Norwich, gerir tvær breytingar frá 1-0 sigrinum á Bournemouth. Emaunel Buendia er meiddur og kemur Lukas Rupp inn í liðið í hans stað. Þá tekur Ben Godfrey út leikbann og Grant Hanley byrjar í hans stað.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Aurier, Alderweireld, Vertonghen, Sessegnon, Winks, Lo Celso, Dele, Lamela, Son, Lucas.

(Varamenn: Gazzaniga, Sanchez, Tanganga, Dier, Gedson, Ndombele, Eriksen. )

Byrjunarlið Norwich: Krul, Aarons, Hanley, Zimmermann, Byram, Tettey, McLean, Rupp, Duda, Cantwell, Pukki.

(Varamenn: McGovern, Hernandez, Lewis, Stipermann, Trybull, Drmic, Amadou. )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner