Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. janúar 2020 17:00
Miðjan
Kórdrengi dreymir um Pepsi Max-deildina - Vilja búa til yngri flokka
Kórdrengir fagna marki í fyrra.
Kórdrengir fagna marki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Davíð Smári Lamude, annar af þjálfurum Kórdrengja, er gestur í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í dag. Kórdrengir hafa farið upp um tvær deildir á tveimur árum og leika í 2. deildinni í sumar.

Markmiðið hjá Kórdrengjum er að fara beint upp í 1. deildina og draumurinn hjá Davíð er að fara upp í efstu deild.

„Auðvitað er Pepsi draumur en það þarf hellingur að breytast til að það geti verið alvöru draumur. Auðvitað heldur maður einhversstaðar í vonina að svo verði. Eins og staðan er núna þá er Inkasso draumurinn," sagði Davíð í Miðjunni.

Ef Kórdrengir fara upp í 1. deild tekur við leyfiskerfi KSÍ. Þá þurfa félög meðal annars að vera með yngri flokka og Kórdrengir stefna á það í framtíðinni. Kórdrengir spila í dag á Framvelli í Safamýri og vonast til að gera það áfram eftir að Framarar flytja á nýjan leikvang í Úlfarsárdal árið 2022.

„Ég og allir sem komum að klúbbnum höfum kynnt okkur það og erum strax með hugann við að stofna yngri flokka. Þetta er allt í réttum farvegi. Þetta snýst um völlinn, hvort við fáum leyfi til að vera þar. Fram er á leið úr Safamýri og ég á erfitt með að sjá að Safamýri verður aðalvöllur Víkings þar sem þeir eru með eitt fallegasta vallarstæði landsins. Safamýri verður vonandi áfram heimavöllur okkar," sagði Davíð en Reykjavíkurborg hefur úthlutað Víkingum svæðinu eftir að Fram fer í Úlfarsárdalinn.

Davíð fer meira yfir yngri flokka hugmyndir Kórdrengja í Miðjunni en hann segir koma til greina að börn fái að æfa frítt hjá félaginu.

Hér að neðan má hlusta á Miðjuna í heild.
Miðjan - Davíð Smári um Kórdrengjaævintýrið
Athugasemdir
banner
banner
banner