mið 22. janúar 2020 20:42
Aksentije Milisic
Njósnarar Man Utd fylgdust með leikmönnum í Frakklandi
Dembele.
Dembele.
Mynd: Getty Images
Njósnarar frá Man Utd voru í Frakklandi í gærkvöld að fylgjast með leik Lyon og Lille í franska bikarnum. Talið er að þeir hafi fylgst náið með tveimur leikmönnum, þeim Moussa Dembele, framherja Lyon og Boubakary Soumare, miðjumanni Lille.

Dembele skoraði og lagði upp í leiknum sem endaði 2-2 en Lyon komst áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni.

Dembele hefur verið orðaður við nokkur lið en þessi 23 ára gamli leikmaður hefur spilað 52 leiki fyrir Lyon og skorað 26 mörk. Hann kom þangað frá Celtic árið 2018.

Soumare er tvítugur frakki en hann spilar sem miðjumaður. Hann hefur spilað 47 leiki fyrir Lille og skorað í þeim eitt mark. Hann ólst upp hjá PSG.


Athugasemdir
banner
banner