Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. janúar 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er vandræðalegt"
Mynd: Getty Images
„Á 84. mínútu sá ég fólk standa upp og fara. Það er óheyrt á þessum leikvangi. Að sjá fólk fara með lítilsvirðingarsvip. Það er vandræðalegt. Spírallinn sem liðið hefur verið á niðurávið undanfarin sjö ár er eftirtektarverður," þetta sagði Rio Ferdinand sérfræðingur á BT Sport í kvöld.

Hann var þarna að tala um Old Trafford, heimavöll Manchester United, og stuðningsmenn United sem fóru snemma af vellinum í kvöld þegar Burnley lagði United að velli, 0-2.

„Ég hef spilað með Ole, hann er fyrrum liðsfélagi minn en úrslitin hafa ekki verið nægilega góð."

„Hann hefur misst nokkra lykilmenn í meiðsli en miðað við þessa mikla peningaeyðslu þá hefði maður haldið að það væri til meira til vara ef eitthvað kemur upp á,"
sagði Ferdinand.

Sjá einnig:
Ferdinand: 600 milljónum punda eytt en bestu leikmennirnir eru uppaldir
Fletcher: Eitrað andrúmsloft á Old Trafford
Athugasemdir
banner
banner
banner