Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 22. janúar 2021 09:00
Magnús Már Einarsson
Manchester liðin og Chelsea á eftir Upamecano
Powerade
Dayot Upamecano
Dayot Upamecano
Mynd: Getty Images
Dele Alli
Dele Alli
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin koma með nýjar kjaftasögur alla daga. Kíkjum á slúðurpakka dagsins!



Leicester hefur hætt við að reyna að fá Christian Eriksen (28) á láni frá Inter þar sem Daninn vill fá 300 þúsund pund í laun á viku. (Telegraph)

Bayern Munchen hefur staðfest að félagið vilji fá Dayot Upamecano (22) varnarmann RB Leipzig en hann er með riftunarverð upp á 40 milljónir punda í samningi sínum. (Mirror)

Manchester United, Manchester City og Chelsea hafa öll lýst yfir áhuga á Upamecano. (Goal)

Dele Alli, miðjumaður Tottenham, hefur beðið Daniel Levy formann félagsins um að koma ekki í veg fyrir félagaskipti til PSG. (90min)

Fikayo Tomori (23) varnarmaður Chelsea, er nálægt því að ganga til liðs við AC Milan á láni. (Times)

Arsenal vill fá annan vinstri bakvörð til að berjast við Kieran Tierney (23) um stöðuna. (Express)

Martin Ödegaard (22), miðjumaður Real Madrid, er nálægt því að ganga í raðir Arsenal þrátt fyrir áhuga frá öðrum félögum. (Sport)

West Ham ætlar ekki að reyna meira við Youssef En-Nesyri framherja Sevilla eftir að 27 milljóna punda tilboði var hafnað. Sevilla vill 35 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Talksport)

James McCarthy (30) miðjumaður Crystal Palace er á óskalista Celtic. (Mail)

West Ham gæti lækkað verðmiðann á Declan Rice (22) niður í 50 milljónir punda vegna fjárhagslega áhrifa kórónuveirunnar. (90 min)

West Ham er að undirbúa 16 milljóna punda tilboð í Joshua King (29) framherja Bournemouth. (Sun)

Burnley og WBA hafa einnig áhuga á King en hann verður samningslaus í sumar. (Sky Sports)

Moises Caicedo (19) miðjumaður Independiente del Valle er á leið í læknisskoðun hjá Brighton en hann er á leið til félagsins á 4,5 milljónir punda. (Sky Sports)

Andre Villas-Boas, þjálfari Marseille, segir að tilboð Aston Villa í miðjumanninn Morgan Sanson (26) sé skammarlegt. (Mail)

Everton hefur sett níu milljóna punda verðmiða á Bernard (29) en hann gæti verið á förum. (Telgraph)

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern Munchen segir að félagið ætli ekki að selja Leroy Sane (25) þrátt fyrir að hann hafi lítið spilað síðan hann kom frá Manchester City. (Manchester Evening News)

Manchester United er að vinna kapphlaupið um Gabriel Veron (18) framherja Palmeiras en hann er með 53 milljóna punda riftunarverð í samningi sínum. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner