Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 22. janúar 2022 16:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dortmund stal stigunum - Augsburg steinlá
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland kom Borussia Dortmund yfir í hörkuleik á útivelli gegn Hoffenheim í þýska boltanum í dag.

Haaland skoraði snemma leiks en heimamenn tóku stjórn á leiknum og voru betri stærstan hluta fyrri hálfleiks. Andrej Kramaric jafnaði skömmu fyrir leikhlé með sínu hundraðasta marki fyrir Hoffenheim.

Leikurinn var aðeins jafnari í síðari hálfleik en Hoffenheim virtist vera með yfirhöndina. Gestirnir frá Dortmund nýttu færin sín hins vegar betur og komust í tveggja marka forystu eftir mark frá Marco Reus og sjálfsmark skömmu síðar.

Georginio Rutter minnkaði muninn á 77. mínútu en nær komust heimamenn ekki og sárt tap staðreynd.

Þetta var þriðji sigur Dortmund í röð og er liðið þremur stigum eftir toppliði FC Bayern sem á leik til góða gegn Hertha Berlin á morgun. Hoffenheim er í Meistaradeildarbaráttu og var þetta annar tapleikurinn í röð.

Hoffenheim 2 - 3 Borussia Dortmund
0-1 Erling Haaland ('6 )
1-1 Andrej Kramaric ('45 )
1-2 Marco Reus ('58 )
1-3 David Raum ('66 , sjálfsmark)
2-3 Georginio Rutter ('77 )

Alfreð Finnbogason var ónotaður varamaður er Augsburg fékk rassskellingu í Leverkusen. Moussa Diaby skoraði þrennu í þægilegum 5-1 sigri sem kom Leverkusen í þriðja sæti deildarinnar.

Union Berlin er óvænt í fjórða sæti eftir góðan sigur á útivelli gegn Borussia Mönchengladbach. Max Kruse var hetja gestanna með bæði mörkin.

Freiburg kemur svo í fimmta sæti eftir góðan sigur á fallbaráttuliði Stuttgart. Botnlið Greuther Fürth vann þá sinn annan leik á tímabilinu, 2-1 gegn Mainz.

Bayer Leverkusen 5 - 1 Augsburg
1-0 Karim Bellarabi ('9 )
2-0 Moussa Diaby ('24 )
2-1 Arne Maier ('62 )
3-1 Moussa Diaby ('65 )
4-1 Moussa Diaby ('69 )
5-1 Lucas Alario ('81 )

Borussia M'Gladbach 1 - 2 Union Berlin
0-1 Max Kruse ('18 , víti)
1-1 Kouadio Kone ('40 )
1-2 Max Kruse ('84 )

Freiburg 2 - 0 Stuttgart
1-0 Hiroki Ito ('37 , sjálfsmark)
2-0 Kevin Schade ('71 )

Greuther Furth 2 - 1 Mainz
1-0 Jeremy Dudziak ('12 )
2-0 Stefan Bell ('66 , sjálfsmark)
2-1 Karim Onisiwo ('90 )

Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner