sun 22. janúar 2023 13:59
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Ég er eins og Steinríkur!
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segist hafa orkuna til þess að stýra Liverpool næstu tíu árin en hann kom með fyndna metafóru í viðtali við BT Sport eftir markalausa jafnteflið gegn Chelsea í gær.

Þýski stjórinn stýrði 1000. leik sínum á ferlinum gegn Chelsea í gær en hann hefur alveg næga orku til að halda áfram hjá Liverpool í tíu ár til viðbótar.

Metafóran hans var ansi skemmtileg en hann segist vera svolítið eins og Steinríkur úr teiknimyndasögunum um Ástrík og Steinrík.

Klopp byrjaði á því að reyna útskýra fyrir fréttamanni BT Sport hvað hann væri að meina en í teiknimyndinni kemur fram að á yngri árum Steinríks féll hann ofan í pott sem innihélt sérstakt galdraseiði sem gefur ofurkrafta.

„Hvatning er ekkert vandamál hjá mér. Ég er svolítið eins og Steinríkur, sem datt í... þekkir þú ekki Ástrík og Steinrík? Ah, þú kannast ekki við það þannig gleymdu þessu bara. Ég hef alla vega nægilega mikla orku til að vera hérna í tíu ár til viðbótar,“ sagði Klopp við BT Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner