Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sérstakur dagur fyrir Lewandowski er hann fékk símtal frá Sir Alex
Lewandowski er markaskorari af guðs náð.
Lewandowski er markaskorari af guðs náð.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Markamaskínan Robert Lewandowski greinir frá því í samtali við The Guardian að hann hafi eitt sinn hugsað það alvarlega að fara til Manchester United.

Lewandowski er 31 árs gamall en raðar enn inn mörkunum með Bayern München, þar sem hann leikur núna. Hann skoraði tvö í gær þegar Bayern lagði botnlið þýsku úrvalsdeildarinnar, Paderborn. Lewandowski er markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni með 25 mörk í 23 leikjum.

Fræg er sagan að því þegar hann átti að fara til Blackburn Rovers á Englandi árið 2010, en gat það ekki út af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Askan úr eldfjallinu hamlaði flugsamgöngum og komst hann ekki til Englands. Pólski sóknarmaðurinn fór þess í stað til Borussia Dortmund þar sem hann sló í gegn.

Árið 2012 vildi Sir Alex Ferguson fá hann til Manchester United og var það freistandi fyrir Lewandowski að fara þangað.

„Ég talaði við hann eftir að hafa verið í tvö ár hjá Dortmund og þá var ég mikið að hugsa um að fara til Manchester United. Ég hugsaði um það út af Ferguson og út af því að það er Manchester United," segir Lewandowski við Guardian.

„Borussia Dortmund vildi ekki láta mig fara. Þegar þú færð símtal frá Sir Alex Ferguson, sem ungur leikmaður er það stórkostlegt. Það var sérstakur dagur fyrir mig."

Lewandowski fór til Bayern á frjálsri sölu árið 2014 og hefur verið þar síðan þá. Hann lék undir stjórn Jurgen Klopp, núverandi stjóra Liverpool hjá Dortmund, og naut hann góðs af.

„Hann er stórkostlegur náungi. Það er sama hvað hann segir, þú trúir honum. Allt er frá hjartanu," sagði Lewandowski sem stefnir einn daginn á að vinna Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner