Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. febrúar 2021 14:30
Enski boltinn
Klopp er rétti maðurinn en þarf að hætta að vera þrjóskur
Mynd: Getty Images
„Það væri búið að reka flesta stjóra sem væru búnir að lenda í þessu veseni sem Klopp hefur lent í á þessu tímabili. Blessunarlega ber okkur gæfa til þess að fara ekki þá leið," sagði Einar Matthías Kristjánsson í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Liverpool hefur einungis unnið tvo af síðustu ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni og hrapað niður í 6. sætið. Klopp vann ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili með liðið og Meistaradeildina árið þar áður og stuðingsmenn liðsins standa þétt við bakið á honum.

„Trúin á Klopp er ennþá 150% til staðar þannig að það sé á tæru," sagði Sigursteinn Brynjólfsson.

„Miðað við kaflann sem liðið hefur gengið í gengum þá er ótrúlegt að liðið sé ennþá í Meistaradeildarbaráttu. Ég hef enga trú á að framlínan haldi áfram á þessari braut. Ég held að það fari að koma mörk."

Magnús Þór Jónsson sagði: „Ég hef alla trú á þessum stjóra og hann á að leiða liðið áfram. Saga hans sem stjóra í gegnum ferilinn er þrjóska."

„Mér finnst að Klopp verði að taka varnarlínuna aðeins aftar. Þessi lína er of há. Ef Kabak og Nat Phillips verða hafsentaparið núna þá þýðir ekki að spila meða þessaa háu línu og hann verður að hætta þessari þrjósku."


Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Hvað er í gangi hjá Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner