Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   fim 22. febrúar 2024 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kroos snýr aftur í landsliðið
Mynd: Getty Images

Toni Kroos miðjumaður Real Madrid hefur ákveðið að snúa aftur í þýska landsliðið en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í Englandi fyrir þremur árum.


Uli Hoeness og Lothar Matthaus gagnrýndu hann á sínum tíma og töldu að leikstíllinn hans hentaði ekki liðinu og margir töldu það ástæðuna fyrir því að hann hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Hann sagði hins vegar að hann vildi einbeita sér að Real Madrid og fjölskyldunni sinni.

Kroos verður því til taks í mars þegar þýska liðið mætir Frakklandi og Hollandi í æfingaleikjum fyrir EM í Þýskalandi sem hefst í júní.

„Ég er sannfærður um að hópurinn geti gert sérstaka hluti á EM," sagði Kroos.


Athugasemdir
banner
banner