banner
   sun 22. mars 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Barca opnir fyrir launalækkun
Mynd: Getty Images
Efnahagsáhrif kórónuveirunnar á fótboltaheiminn eru veruleg og gætu félög þurft að grípa til neyðarráðstafanna til að halda sér á floti.

Barcelona er með gríðarlega veltu á hverju ári og afar háan launakostnað. Josep Maria Bartomeu, forseti félagsins, fundaði með fyrirliðunum fjórum til að ræða um leiðir til að spara félaginu pening.

Lionel Messi, Sergio Busquets, Sergi Roberto og Gerard Pique sátu fundinn og voru opnir fyrir að taka á sig launalækkun, rétt á meðan veiran ríður yfir, til að hjálpa félaginu samkvæmt frétt Mundo Deportivo.

Engin ákvörðun hefur þó verið tekin varðandi framtíðina og mun Barcelona funda meira um málið í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner