Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. mars 2023 18:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kulusevski verður áfram sama hvað verður um Conte
Mynd: EPA

Dejan Kulusevski leikmaður Tottenham er á láni frá Juventus en Tottenham hefur tækifæri á því að festa kaup á honum eftir tímabilið.


Kulusevski segist vilja vera áfram hjá félaginu sama hvað verður um Antonio Conte sem virðist vera að öllum líkindum á leiðinni burt frá félaginu.

„Aðstæður Conte munu ekki hafa áhrif á félagið um kaup á mér, klárlega ekki. Ég vil vera áfram hjá Spurs að sjálfsögðu," sgaði Kulusevski í samtali við Sky Sports.

Hann var einnig spurður út í ummæli Conte sem hraunaði yfir leikmenn liðsins eftir 3-3 jafntefli gegn Southampton.

„Hann var mjög svekktur eins og við leikmenn. Við verðum að sætta okkur við það, við töpuðum öllum bikurum og erum úr leik í Meistaradeildinni. Stundum erum við sárir og reiðir og hann sá þetta svona. Annar hefði séð þetta öðruvísi. Við verðum að bera virðingu fyrir orðum hans," sagði Kulusevski.


Athugasemdir
banner
banner
banner