mið 22. mars 2023 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lítur á sig sem sigurvegara hvernig sem leikurinn endar
Icelandair
Izudin Daði Dervic.
Izudin Daði Dervic.
Mynd: Afturelding
Frá æfingu Íslands í aðdraganda leiksins gegn Bosníu.
Frá æfingu Íslands í aðdraganda leiksins gegn Bosníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Izudin Daði Dervic segist vinna hvernig sem leikur Bosníu og Íslands fer á morgun. Daði fæddist í Bosníu og ólst þar upp, en hann lék lengi vel á Íslandi líka og er með íslenskan ríkisborgararétt.

Hann fékk ríkisborgararétt hér á landi árið 1993 og tók þá upp millinafnið 'Daði'. Hann spilaði í kjölfarið 14 A-landsleiki með Íslandi.

Hann þjálfaði þá einnig Hauka, Aftureldingu og Leikni Fáskrúðsfirði hér á landi.

Á morgun hefur Ísland leik í undankeppni EM 2024 er við mætum Bosníu á útivelli. Daði var í viðtali við Al Jazeera fyrir leikinn þar sem hann var spurður út í sína líðan fyrir leikinn sem er framundan.

„Hvað sem gerist, þá verð ég sigurvegari," sagði Daði í viðtalinu. „Hjarta mitt fór að slá hraðar þegar ég áttaði mig á því að ég tvö lönd sem ég elska gríðarlega mikið væru í sama riðli."

„Ég styð það með öllu mínu hjarta að bæði lið komist á Evrópumótið," segir Daði en hann viðurkennir að hjarta hans sé örlítið meira með Bosníu þó hann búi enn og starfi á Íslandi. „Ég verð að viðurkenna að ég vil helst að Bosnía endi í fyrsta sæti og Ísland í öðru sæti."

Daði segir að liðsheildin sé sterkasta vopn Íslands og í liðinu séu margir góðir leikmenn. „Ég vil ekki taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga. Það mikilvægasta er að vanmeta þá ekki. Það má ekki hlæja að þeim. Þeir eru hættulegir í skyndisóknum og munu leita að tækifærum þar."

Leikur Íslands og Bosníu er klukkan 19:45 annað kvöld og verður auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner