Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   mið 22. mars 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með efasemdir um getu Frimpong til að verjast
Frimpong fagnar marki með Bayer Leverkusen.
Frimpong fagnar marki með Bayer Leverkusen.
Mynd: EPA
Það ráku margir upp stór augu þegar bakvörðurinn Jeremie Frimpong var ekki valinn í hollenska landsliðshópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2024.

Frimpong er á mála hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi og þykir gríðarlega spennandi bakvörður. Hefur hann til að mynda verið orðaður við Manchester United og fleiri stór félög.

Ronald Koeman, nýráðinn landsliðsþjálfari Hollands, var spurður út í fjarveru Frimpong á fréttamannafundi og fór þá ekkert í felur með það af hverju leikmaðurinn væri ekki hluti af hópnum.

„Hann er ekki í hópnum út af kerfinu sem við spilum. Hann spilar næstum því sem kantmaður. Hægri bakvörðurinn minn á að geta varist og ég hef mínar efasemdir um Frimpong hvað það varðar," sagði Koeman.

Frimpong þarf að horfa heima í stofu þegar Holland spilar við Frakkland í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner