Varnarmaðurinn ungi Pau Cubarsí fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli spænska landsliðsins gegn Hollandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar fyrir helgi.
                
                
                                    Meiðsli táningsins virðast ekki vera alvarleg en spænska landsliðið hefur þó ákveðið að kalla upp nýjan varnarmann í staðinn, til að fylla í skarðið.
Sá heitir Mario Gila og er samningsbundinn Lazio á Ítalíu. Gila er 24 ára gamall og hefur aldrei spilað A-landsleik fyrir Spán.
Gila er uppalinn hjá Real Madrid en skipti til Lazio sumarið 2022. Eftir það lék hann 9 landsleiki fyrir U21 landslið Spánar og hefur tekist að festa sig í sessi í byrjunarliði Lazio.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                                                                        
                        
             
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
        