Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mán 22. apríl 2024 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styttist vonandi í Daða - „Með erfiðari krossbandameiðslum sem ég hef orðið vitni að"
Daði Ólafsson.
Daði Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Ólafsson, bakvörður Fylkis, hefur ekkert spilað frá því hann sleit krossband í febrúar á síðasta ári en hann er að vinna í því að komast aftur út á völl.

Daði, sem er þrítugur og uppalinn í Fylki, missti af öllu síðasta tímabili vegna þessara slæmu meiðsla.

„Ég er aðeins byrjaður að æfa aftur með liðinu, er búinn að ná tveimur vikum af æfingum núna. Við erum bara að prófa okkur áfram hvernig hnéð bregst við þrátt fyrir að ná ekki fullri hreyfigetu. Ég fer í læknisskoðun á morgun og þá fæ ég í rauninni að vita meira," segir Daði við Fótbolta.net en eftir allt gengur eftir, þá gæti hann mögulega fengið mínútur með Fylki eftir 1-2 mánuði.

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis sem er einnig að glíma við meiðsli, ræddi aðeins um meiðsli Daða í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net fyrir mót.

„Hann er byrjaður að æfa aðeins með okkur eftir mjög erfið krossbandaslit," sagði Ragnar Bragi og bætti við að það yrði gott að fá hann til baka þegar það gerist.

„Hann er með eina bestu vinstri löppina í deildinni. Það er mikilvægt að fá hann til baka og inn í hópinn. Þetta eru með erfiðari krossbandameiðslum sem ég hef orðið vitni að. Hann fór í fjórar aðgerðir og hefur þurft að hafa djöfulli mikið fyrir því að koma til baka."

Fylkir tapaði 5-1 gegn ÍA og er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í Bestu deildinni. Það er vonandi fyrir Árbæinga að leikmenn eins og Daði, Ragnar Bragi og Emil Ásmundsson komi fljótlega til baka úr meiðslum.
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner