Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 22. apríl 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Svakaleg dramatík á Etihad
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Matheus Nunes hetja City
Matheus Nunes hetja City
Mynd: EPA
Manchester City 2 - 1 Aston Villa
1-0 Bernardo Silva ('7 )
1-1 Marcus Rashford ('18 , víti)
2-1 Matheus Nunes ('90 )

Man City vann dramatískan sigur á Aston Villa á Etihad í kvöld. Marcus Rashford lét vita af sér strax í upphafi leiks en hann átti skot í stöngina eftir að hafa leikið á Rúben Dias strax á fyrstu mínútu.

Man City náði hins vegar forystunni stuttu síðar. Bernardo Silva fékk boltann inn á teignum og átti skot sem virtist þægilegt fyrir Emi Martinez en hann náði ekki valdi á boltanum og hann endaði inn í markinu.

Eftir stundafjórðung fékk Aston Villa vítaspyrnu. Craig Pawson, dómari leiksins, sá ekkert athugavert en hann var sendur í skjáinn stuttu síðar.

Jacob Ramsey féll eftir baráttu við Rúben Dias en leikmenn Man City voru alls ekki sáttir með dóminn. Rashford steig á punktinn og skoraði.

Martínez var vel vakandi í rammanum hjá Aston Villa í tvígang um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyrst varði hann skalla frá Kevin de Bruyne og síðan skot frá Mateo Kovacic sem var á leið í hornið.

Það skapaðist hætta inn á teig City eftiir langt innkast en City tókst að koma boltanum frá að lokum.

James McAtee var nálægt þvíi að skora fyrir City eftir klukkutíma leik. Hann komst í gott færi eftir skynisókn og vippaði yfir Martinez en boltinn fór í stöngina. Stuttu síðar fékk Rashford tækifæri, hann lék á Stefan Ortega en var kominn í þröngt færi og skaut í hliðarnetið.

City fékk slatta af tækifærum í kjölfarið og Omar Marmoush kom boltanum loksins í netið en markið var dæmt af þar sem hann var í rangstöðu.

Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skildi Jeremy Doku Axel Disasi í rykinu og átti seendingu þvert yfir teiginn og Matheus Nunes mætti á fjærstöngina og setti boltann í autt markið.

Það reyndist sigurmarkið en Man City stökk upp í 3. sæti og er með 61 stig en Aston Villa er áfram í 7. sæti með 57 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner