Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 22. maí 2020 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Glæsilegt mark skildi Víking og NSÍ Runavík að
Gaui Þórðar er fyrrum þjálfari NSÍ.
Gaui Þórðar er fyrrum þjálfari NSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur 1 - 0 NSÍ Runavík
1-0 Ari Olsen ('18)

Það fór einn leikur fram í færeysku Betri-deildinni í kvöld þar sem fyrrum lærisveinar Guðjóns Þórðarson í NSÍ Runavík töpuðu fyrir Víkingi á útivelli.

Það var aðeins eitt mark sem skildi liðin af og það var ekki af verri gerðinni. Ari Olsen skoraði markið sem sjá má hér neðst í fréttinni.

Markið kom á 18. mínútu, en NSÍ var með engin svör til að jafna leikinn og lokaniðurstaðan því 1-0.

Víkingur er á toppnum eftir þrjár umferðir með sjö stig. NSÍ hefur sex stig í þriðja sæti, en liðið hafði unnið fyrstu tvo leiki sína fyrir leikinn í kvöld.
Great goal from Ari Olsen. Víkingur - NSÍ 1-0. (Faroe Islands, Betri Deildin) from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner