Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. maí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Móðir Mbappe: Við gerðum aldrei samkomulag við Real Madrid
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Lamari Fayza, móðir Kylian Mbappe, þurfti að koma syni sínum til varnar á samskiptamiðlinum Twitter í gær eftir að fréttirnar brutust út að hann ætlaði að framlengja við Paris Saint-Germain.

Það var alltaf útlit fyrir að Mbappe myndi ganga til liðs við Real Madrid og var það eitthvað sem flestir voru vissir um á síðasta ári þegar viðræður hans við PSG drógust á langinn.

Síðustu vikur hefur baráttan svo harðnað og félögin hækkað tilboð sitt með hverri vikunni.

Það var svo gott sem ákveðið að hann færi til Real Madrid eða þangað til PSG lagði fram tilboð sem hann hreinlega gat ekki hafnað en það er stærsti samningur í sögu fótboltans.

Blaðamaðurinn Frederic Hermel gagnrýndi Mbappe á Twitter og sakaði hann um að vera að daðra við bæði lið og búa til einhverskonar uppboð.

„Í fótbolta ertu með þá sem standa við orð sín og svo ertu með Mbappe," sagði Hermel.

Móðir Mbappe, Lamari Fayza, kærði sig ekki um að Hermel væri að dreifa slúðri á netinu.

„Herra Hermel. Þegar þú hefur ekki hundsvit á einhverju þá ættiru bara að þegja. Það var ekkert samkomulag í höfn," sagði Fayza um þetta meinta samkomulag við Madrídinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner