Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Foden glímt við andlega erfiðleika og gefur ekki kost á sér í landsliðið
Foden í landsleik gegn Íslandi í fyrra.
Foden í landsleik gegn Íslandi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Phil Foden, leikmaður Manchester City, hefur beðið um að vera ekki valinn í enska landsliðshópinn þar sem hann segist þurfa að vinna í andlegum erfiðleikum sem hann hafi glímt við.

Thomas Tuchel mun á morgun tilkynna hóp sinn fyrir komandi leiki gegn Andorra og Senegal. Leikurinn gegn Andorra er í undankeppni HM þann 7. júní og svo er vináttulandsleikur gegn Senegal þremur dögum síðar.

Foden hefur verið langt frá sínu besta og segist hafa verið að glíma við persónuleg vandamál og meiðsli sem hafi haft neikvæð áhrif á frammistöðu sína.

„Þetta hefur verið svekkjandi tímabil fyrir mig. Utan vallar hefur ýmislegt gerst og haft andleg áhrif. Það eru ákveðnir hlutir í lífinu sem eru stærri en fótbolti," segir Foden.
Athugasemdir
banner
banner