Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, mun gangast undir aðgerð á öxl í sumar og þarf líklega að vera frá fótbolta í allt að tólf vikur.
Bellingham hefur glímt við axlarvandamál síðan hann fór úr lið gegn Rayo Vallecano í nóvember 2023. Liðslæknar Real Madrid hafa ákveðið að leysa þetta vandamál með aðgerð til að koma í veg fyrir frekari meiðsli.
Bellingham átti stórkostlegt fyrsta tímabil hjá Real Madrid þar sem hann var valinn besti leikmaður La Liga og hjálpaði liðinu að vinna bæði spænsku efstu deildina og Meistaradeildina. Núverandi tímabil hefur hins vegar verið erfiðara fyrir liðið, og Bellingham sjálfur hefur upplifað niðursveiflu í frammistöðu.
Carlo Ancelotti mun yfirgefa Real Madrid í lok tímabils og Xabi Alonso tekur við sem nýr stjóri. Bellingham mun þó geta tekið þátt í HM félagsliða í Bandaríkjunum sem byrjar í júní, og mun missa af byrjun næsta tímabils.
Athugasemdir