Rúben Amorim hefur átt erfiða sex mánuði sem stjóri Manchester United. Hann tók við liðinu seint á síðustu ári og það hefur gengið brösulega hjá honum.
Í ensku úrvalsdeildinni situr Manchester United í 16. sæti sem er skammarlegt fyrir svo stórt félag, en liðið er í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Með því að vinna þann titil, þá getur það bjargað erfiðu tímabili.
Í ensku úrvalsdeildinni situr Manchester United í 16. sæti sem er skammarlegt fyrir svo stórt félag, en liðið er í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Með því að vinna þann titil, þá getur það bjargað erfiðu tímabili.
Í frétt ESPN kemur fram að Amorim sé að vinna 14 tíma vinnudaga til þess að reyna að koma sér betur fyrir í erfiðu starfi.
Verkefnið er stærra en hann nokkurn tímann bjóst við og samkvæmt heimildum ESPN var hann tilbúinn að hætta í janúar þegar liðið hafði bara unnið einn leik af átta. Starfsfélagar hans töluðu hann hins vegar frá því að gera það.
Amorim á að hafa sagt þegar hann fagnaði 40 ára afmæli sínu: „Ég er fertugur í dag en ég er fimmtugur eftir tvo mánuði hjá Man Utd."
Þeir sem stjórna hjá Man Utd telja enn að Amorim sé rétti maðurinn fyrir liðið og hann sjálfur sé undanfarið farinn að elska áskorunina að koma liðinu aftur á réttan kjöl. Núna snýst þetta allt um einn leik í Bilbao annað kvöld.
Athugasemdir