Tottenham og Manchester United mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00.
Ofurtölvan fræga spáir spennandi fimm marka leik þar sem Tottenham muni sigra 3-2, sem myndi tryggja liðinu sæti í Meistaradeildinni og verulegar tekjur næsta tímabil.
Ofurtölvan fræga spáir spennandi fimm marka leik þar sem Tottenham muni sigra 3-2, sem myndi tryggja liðinu sæti í Meistaradeildinni og verulegar tekjur næsta tímabil.
Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni, þar sem þau sitja nú í 16. og 17. sæti, en hafa náð góðum árangri í Evrópukeppninni. Tottenham vann Bodö/Glimt örugglega í undanúrslitum á meðan United yfirspilaði Athletic Bilbao með samanlögðum 7-1 sigri.
Tottenham hefur haft yfirhöndina gegn Manchester United á þessu tímabili, unnið þrjá leiki og skorað átta mörk. Í síðasta leik vann Tottenham í Norður-London með sigurmarki James Maddison en Maddison er nú á meiðslalista ásamt fleirum.
Þrátt fyrir spá Ofurtölvunnar er United talið vera naumlega sigurstranglegra samkvæmt veðbönkum. Það verður spennandi að sjá hvort Tottenham geti unnið langþráðan titil eða hvort United bæti enn einum titlinum í safnið.
Í skoðanakönnun á forsíðu Fótbolta.net spá 49% sigri Tottenham en 51% sigri Manchester United (þegar þessi frétt er skrifuð).
Athugasemdir