Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og spilar ekki næstu vikurnar
Sigurður Breki Kárason.
Sigurður Breki Kárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ungstirnið Sigurður Breki Kárason, leikmaður KR, verður frá í um fjórar vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Aftureldingu.

Vísir segir þetta í annað sinn sem Sigurður brýtur viðbein en hann fór á sjúkrahús beint eftir leik.

Sigurður Breki ætti að vera klár í slaginn aftur þegar liðið heimsækir Val á Hlíðarenda þann 23. júní.

Hann kom inn á en þurfti að fara af velli aðeins átta mínútum síðar eftir harkalaust samstuð við Þórð Gunnar Hafþórsson, leikmann Aftureldingar, og meiddist á öxl.

Sigurður Breki er aðeins fimmtán ára en hefur spilað þrjá leiki í Bestu deildinni. Mikla athygli vakti þegar honum var skellt í byrjunarliðið í leik gegn Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner