Öll 20 þeirra fótboltasambanda sem eiga fulltrúa á HM félagsliða í sumar hafa samþykkt að opna sérstakan félagaskiptaglugga sem gerir félögum kleift að kaupa og selja leikmenn fyrir keppnina.
Búið er að stækka HM félagsliða upp í 32 lið og mun hún fara fram í Bandaríkjunum 15. júní til 13. júlí á þessu ári.
Búið er að stækka HM félagsliða upp í 32 lið og mun hún fara fram í Bandaríkjunum 15. júní til 13. júlí á þessu ári.
Tólf félög frá evrópska fótboltasambandinu taka þátt í keppninni. Það eru Real Madrid, Manchester City, Chelsea, Bayern München, PSG, Inter, Porto, Benfica, Borussia Dortmund, Juventus, Atletico Madrid og Red Bull Salzburg.
Félagaskiptaglugginn verður opinn frá 1. júní til 10. júní og geta þá þessi félög sem taka þátt keypt nýja leikmenn og skráð á í sín félög.
Þetta þýðir til dæmis að Dean Huijsen getur spilað með Real Madrid á HM félagsliða í sumar en hann er að skipta þangað frá Bournemouth.
Svo mun félagaskiptaglugginn aftur opna þann 16. júní og verður opinn fram í september.
Athugasemdir