Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að brasilíski kantmaðurinn verður áfram hjá Barcelona næstu árin.
Raphinha hefur verið algjör lykilmaður í liði Barcelona undir stjórn Hansi Flick og því eru þetta frábærar fréttir fyrir félagið og stuðningsmenn. Kantmaðurinn hefur komið með beinum hætti að 59 mörkum í 56 leikjum í öllum keppnum sem er ótrúleg tölfræði.
Núverandi samningur Raphinha gildir til 2027 en er búinn að samþykkja endurbættan samning sem gildir til 2028, eða næstu þrjú árin.
Samningaviðræðurnar eru sagðar hafa verið erfiðar en að Deco, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, hafi sannfært Raphinha að lokum.
Nýr samningur við Flick þjálfara verður gerður opinber á morgun og mun tilkynning um Raphinha fylgja á næstu dögum eða vikum.
Athugasemdir