OptaStats hefur formlega skráð mark Tottenham gegn Manchester United á velska vængmanninn Brennan Johnson.
Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark á Luke Shaw, sem fékk boltann í sig og þaðan í netið.
Opta telur hins vegar að Johnson hafi náð snertingu áður en boltinn fór í netið og því skráð markið á hann.
Shaw sleppur því við sjálfsmark í leiknum þó það hafi verið erfitt að sjá þessa síðustu snertingu Johnson.
Staðan er 1-0 fyrir Tottenham þegar 57 mínútur eru komnar á klukkuna.
Brennan Johnson has been credited with Spurs' opening goal ?? pic.twitter.com/cbThiU2wet
— Premier League (@premierleague) May 21, 2025
Athugasemdir