Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal með markvörð í sigtinu
Mynd: EPA
Andrea Berta, nýr íþróttastjóri Arsenal, hefur fengið grænt ljós til að klára kaup á spænska markverðinum Joan Garcia fyrir 25 milljónir punda.

Garcia, sem leikur fyrir Espanyol, hefur lengi verið á radar Arsenal en félagið leitar að markverði til að veita David Raya samkeppni.

Espanyol hefur sætt sig við að missa Garcia í sumar, hvort sem liðið heldur sæti sínu í La Liga eða ekki.

Andrea Berta, sem stýrir sínu fyrsta félagaskiptasumri hjá Arsenal, hefur einnig augastað á öðrum markvörðum, auk leikmanna eins og framherjanum Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Martín Zubimendi, miðjumanni Real Sociedad.

Fran Garagarza, íþróttastjóri Espanyol, segir að Garcia sé „einn af verðmætustu leikmönnum félagsins“ en engin formleg tilboð séu komin fram.
Athugasemdir
banner