Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodri fær græna ljósið
Rodri.
Rodri.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Rodri hefur fengið leyfi til að byrja að spila aftur eftir erfið meiðsli.

Rodri sleit krossband í byrjun tímabilsins og hefur lítið sem ekkert verið með.

Það hefur haft mikil áhrif á lið Man City sem er að fara í gegnum tímabilið án þess að vinna stóran titil.

Rodri, sem var valinn besti fótboltamaður í heimi á síðasta ári, hefur verið að æfa að undanförnu og hefur fengið grænt ljós til að spila gegn Bournemouth í kvöld.

City er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og þarf á góðum úrslitum að halda í síðustu tveimur leikjum tímabilsins.
Athugasemdir