Bróðir argentínska leikmannsins Alejandro Garnacho hefur ekki mikið álit á Ruben Amorim, stjóra Manchester United, en hann skilur ekkert í að hann hafi ekki fengið fleiri mínútur í úrslitaleiknum gegn Tottenham í gær.
Garnacho var ekki í byrjunarliði United en nokkrum tímum fyrir leik birti leikmaðurinn myndir af sér þegar hann skoraði í úrslitaleik enska bikarsins á síðasta tímabili.
Argentínumaðurinn var greinilega ósáttur við að byrja ekki leikinn, en hann kom inn á í síðari og spilaði aðeins nítján mínútur.
Eftir leikinn lét bróðir Garnacho heyra í sér á Instagram og það sem fór virkilega í hann eru ummæli Amorim sem hann lét falla eftir að hann var spurður út í það hvort hann hefði átt að byrja Garnacho fram yfir Mason Mount. Þar benti hann á að Garnacho hafi klúðrað dauðafæri í undanúrslitunum.
Bróðir Garnacho gat ekki annað en hlegið að Amorim og ummælum hans.
„Hann leggur sig meira fram en aðrir, hjálpar í hverju einustu umferð og skoraði tvö mörk í síðustu tveimur úrslitaleikjum og síðan fær hann bara 19 mínútur og er kastað fyrir rútuna. Vá, hahahaha,“ sagði Roberto á Instagram.
Garnacho var orðaður frá United í síðasta glugga og gæti vel farið svo að hann skoði það að fara annað í sumar. Garnacho er uppalinn á Spáni og hefur áður sagst opinn fyrir því að snúa aftur heim.
Athugasemdir