Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool
Powerade
Rodrygo í leik með Real Madrid.
Rodrygo í leik með Real Madrid.
Mynd: EPA
Við óskum stuðningsmönnum Tottenham til hamingju með Evrópudeildarsigurinn í gær. Nú tekur við nýr dagur með nýjum slúðurpakka. BBC tók saman.

Arsenal er að skoða möguleika á að fá brasilíska framherjann Rodrygo (24) til liðs við sig en hann gæti yfirgefið Real Madrid í sumar. (Sky Þýskalandi)

Búast má við því að sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz (22) hjá Bayer Leverkusen velji á milli Bayern München eða Liverpool innan næstu tíu daga. (Kicker)

Barcelona vill fá kólumbíska vængmanninn Luis Díaz (28) frá Liverpool en hann á tvö ár eftir af samningi sínum á Anfield. (ESPN)

Liverpool hefur skoðað Malick Fofana (20), belgískan vængmann Lyon, sem mögulegan kost ef Díaz yfirgefur félagið. (Mundo Deportivo)

Napoli og Chicago Fire eru fremst í baráttunni um að fá belgíska miðjumann Kevin De Bruyne (33) til liðs við sig en hann mun yfirgefa Manchester City á frjálsri sölu í sumar. (Talksport)

James McAtee (22), miðjumaður Manchester City, er skotmark Bayer Leverkusen. Fjölmörg félög í ensku úrvalsdeildinni fylgjast með Englendingnum. (Sky Þýskalandi)

Chelsea er staðráðið í að halda í argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez (24) sem er á lista Real Madrid yfir möguleg skotmörk í sumar. (Guardian)

Liverpool hefur boðið spænska miðverðinum Wellity Lucky (19) nýjan fjögurra ára samning. (Fabrizio Romano)

Rocco Commisso, forseti Fiorentina, ætlar að hitta ítalska framherjann Moise Kean (25) til að reyna að sannfæra hann um að vera áfram. Fjölmörg félög hafa áhuga á honum. (Football Italia)

Viktor Gyökeres (26) hefur sagt liðsfélögum sínum hjá Sporting að hann sé óviss um hvar hann muni spila næsta tímabil. Sænski framherjinn er orðaður við Arsenal og Manchester United. (Canal 11)
Athugasemdir
banner
banner