Það ríkir gríðarleg eftirvænting fyrir eina leik kvöldsins í Evrópu, þegar Tottenham Hotspur og Manchester United eigast við í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Bæði lið hafa farið í gegnum mikið hörmungartímabil í ensku úrvalsdeildinni og fá því kjörið tækifæri til að reyna að bjarga slöku tímabili í kvöld. Sigurlið kvöldsins fær farmiða í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.
Úrslitaleikurinn fer fram í Bilbao í Baskahéraði og er gríðarlega mikið undir fyrir bæði félög. Mögulegt er að Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, verði rekinn eftir úrslitaleikinn á meðan starf Rúben Amorim, þjálfara Man Utd, er talið nokkuð óhult.
Lisandro Martínez og Matthijs de Ligt verða ekki með í hóp hjá Man Utd vegna meiðsla á meðan Joshua Zirkzee er tæpur. Tottenham verður meðal annars án Lucas Bergvall, James Maddison, Dejan Kulusevski, Timo Werner og Sergio Reguilón.
Leikur kvöldsins
19:00 Tottenham - Man Utd
Athugasemdir