Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Yoro óvænt klár og fyrirliðinn á bekknum
Leny Yoro byrjar hjá Manchester United.
Leny Yoro byrjar hjá Manchester United.
Mynd: EPA
Son byrjar ekki.
Son byrjar ekki.
Mynd: EPA
Úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni hefst klukkan 19:00. Í leiknum eigast við Manchester United og Tottenham, tvö af slökustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Búið er að opinbera byrjunarliðin og þar er það kannski áhugaverðast að Leny Yoro byrjar hjá United. Hann var talinn tæpur fyrir leikinn eftir að hafa meiðst gegn West Ham á dögunum en ungstirnið er klárt í slaginn.

Hjá Tottenham byrjar Son Heung-min, fyrirliðinn, á bekknum og í hans stað fær Richarlison að byrja.

Það eru vandræði á miðsvæðinu hjá Tottenham vegna meiðsla en samt tekst Ange Postecoglou að stilla upp ágætri miðju.

Hér fyrir neðan má sjá bæði byrjunarlið.

Man Utd: Onana, Maguire, Yoro, Shaw, Mazraoui, Dorgu, Casemiro, Fernandes, Amad, Mount, Hojlund.
(Varamenn: Bayindir, Amass, Dalot, Evans, Heaven, Lindelöf, Collyer, Eriksen, Mainoo, Ugarte, Garnacho, Zirkzee)

Tottenham: Vicario, Porro, Van de Ven, Romero, Udogie, Bentancur, Bissouma, Sarr, Johnson, Solanke, Richarlison.
(Varamenn: Austin, Whiteman, Spence, Davies, Danso, Gray, Ajayi, Moore, Odobert, Tel, Son, Scarlett)
Athugasemdir
banner