Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
100 mikilvægar milljónir punda í húfi fyrir Man Utd í kvöld
Stuðningsmenn Manchester United fyrir utan leikvanginn í Bilbao.
Stuðningsmenn Manchester United fyrir utan leikvanginn í Bilbao.
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Tottenham og Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld verður klukkan 19:00. Mikið hefur verið fjallað um mikilvægi þessa leiks en liðin eru í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en sigurliðið í úrslitaleiknum fær sæti í Meistaradeildinni.

Áætlað er að Manchester United muni fá um 100 milljónir punda (17,2 milljarða íslenskra króna) í tekjur í kvöld með því að komast í Meistaradeildina.

„Manchester United er í aðhaldsaðgerðum og það hafa verið uppsagnir hjá félaginu. Það er leiðinlegt að sjá fólk missa vinnuna sína og enginn hjá félaginu vill að fleiri lendi í því," segir Sami Mokbel, íþróttafréttamaður BBC.

„Það yrði mjög mikilvægt fyrir félagið að fá þessa fjárhagslegu innspýtingu, þessar 100 milljónir punda sem fást fyrir að komast í Meistaradeildina."
Athugasemdir
banner
banner
banner