Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Pepe Reina leggur hanskana á hilluna
Mynd: EPA
Pepe Reina, fyrrum markvörður Spánar og Liverpool, mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið.

Hann er 42 ára og er hjá ítalska félaginu Como. Hann mun spila sinn síðasta leik þegar Como mætir Inter á föstudag.

Reina kom upp úr akademíu Barcelona og var hluti af spænska landsliðshópnum sem vann HM 2010 og EM 2008 og 2012.

Hann kom til Liverpool frá Villarreal 2005 og vann FA-bikarinn og deildabikarinn með enska liðinu. Þá vann hann gullhanska ensku úrvalsdeildarinnar þrjú ár í röð en sá markvörður sem heldur oftast hreinu fær þau verðlaun.

Reina lék 394 leiki fyrir Liverpool áður en hann yfirgaf félagið 2014 og lék fyrir Bayern München, Napoli, AC Milan, Aston Villa, Lazio, Villarreal og Como. Hann spilaði sinn þúsundasta mótsleik á ferlinum 2023 þegar hann var hjá Villarreal.
Athugasemdir
banner