Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid færist nær Carreras
Carreras hefur skorað 5 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 49 leikjum á tímabilinu.
Carreras hefur skorað 5 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 49 leikjum á tímabilinu.
Mynd: EPA
Real Madrid er að færa sig nær því að kaupa bakvörðinn Álvaro Carreras frá portúgalska stórveldinu Benfica.

Carreras er 22 ára gamall og vill ólmur berjast um byrjunarliðssæti hjá Real Madrid. Ferland Mendy og Fran García eru vinstri bakverðir félagsins sem stendur.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu en hann tekur fram að engar opinberar viðræður hafa enn átt sér stað.

Real mun hafa samband við Benfica eftir úrslitaleik portúgalska bikarsins til að reyna að kaupa Carreras, sem er samningsbundinn félaginu til 2029.

Carreras er sagður spenntur fyrir því að fara til Madrid og er talið að 40 til 50 milljónir evra nægi til að kaupa leikmanninn.

Leikmaðurinn, sem ólst upp í herbúðum Manchester United, er búinn að gefa óformlegt samþykki fyrir samningi hjá Real Madrid.
Athugasemdir