Roy Keane segist ekki hrifinn af því hvernig Liverpool hefur verið eftir að liðið tryggði sér enska meistaratitilinn. Hann gagnrýnir meðal annars skort á einbeitingu í leikjum.
„Þeir fara í taugarnar á mér. Þeir hafa tekið fótinn af bensíngjöfinni og skort reisn. Þeir hafa slökkt á sér og eru farnir að spila á varamönnum. Hvaða skilaboð eru það?" segir Keane.
„Þeir fara í taugarnar á mér. Þeir hafa tekið fótinn af bensíngjöfinni og skort reisn. Þeir hafa slökkt á sér og eru farnir að spila á varamönnum. Hvaða skilaboð eru það?" segir Keane.
Liverpool tryggði sér titilinn með stórsigri, 5-1 á Tottenham í apríl, en síðan þá hefur liðið ekki náð sigri í deildinni. Þeir hafa tapað gegn Chelsea (3-1) og Brighton (3-2) og gert jafntefli við Arsenal (2-2) eftir að hafa verið 2-0 yfir.
Keane gagnrýndi einnig Mohamed Salah fyrir að taka mynd af sér á vellinum á meðan leikur var í gangi. Salah fagnaði sigri gegn Tottenham með sjálfsmynd við Kop-stúkuna, en það atvik átti sér stað þegar liðið var að vinna 4-1.
Arne Slot viðurkennir að það sé erfitt að halda uppi stöðugri hvatningu eftir að titillinn kom í höfn. Hann segir að liðið þyrfti andlega og líkamlega hvíld eftir annasamt tímabil með mörgum keppnum.
Liverpool á eftir að spila síðasta leik deildarinnar gegn Crystal Palace á Anfield á sunnudag, þar sem liðið mun lyfta enska úrvalsdeildarbikarnum.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 37 | 25 | 8 | 4 | 85 | 40 | +45 | 83 |
2 | Arsenal | 37 | 19 | 14 | 4 | 67 | 33 | +34 | 71 |
3 | Man City | 37 | 20 | 8 | 9 | 70 | 44 | +26 | 68 |
4 | Newcastle | 37 | 20 | 6 | 11 | 68 | 46 | +22 | 66 |
5 | Chelsea | 37 | 19 | 9 | 9 | 63 | 43 | +20 | 66 |
6 | Aston Villa | 37 | 19 | 9 | 9 | 58 | 49 | +9 | 66 |
7 | Nott. Forest | 37 | 19 | 8 | 10 | 58 | 45 | +13 | 65 |
8 | Brighton | 37 | 15 | 13 | 9 | 62 | 58 | +4 | 58 |
9 | Brentford | 37 | 16 | 7 | 14 | 65 | 56 | +9 | 55 |
10 | Fulham | 37 | 15 | 9 | 13 | 54 | 52 | +2 | 54 |
11 | Bournemouth | 37 | 14 | 11 | 12 | 56 | 46 | +10 | 53 |
12 | Crystal Palace | 37 | 13 | 13 | 11 | 50 | 50 | 0 | 52 |
13 | Everton | 37 | 10 | 15 | 12 | 41 | 44 | -3 | 45 |
14 | Wolves | 37 | 12 | 5 | 20 | 53 | 68 | -15 | 41 |
15 | West Ham | 37 | 10 | 10 | 17 | 43 | 61 | -18 | 40 |
16 | Man Utd | 37 | 10 | 9 | 18 | 42 | 54 | -12 | 39 |
17 | Tottenham | 37 | 11 | 5 | 21 | 63 | 61 | +2 | 38 |
18 | Leicester | 37 | 6 | 7 | 24 | 33 | 78 | -45 | 25 |
19 | Ipswich Town | 37 | 4 | 10 | 23 | 35 | 79 | -44 | 22 |
20 | Southampton | 37 | 2 | 6 | 29 | 25 | 84 | -59 | 12 |
Athugasemdir