Tottenham og Manchester United mætast annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao. Það er allt undir hjá báðum liðum sem eiga möguleika á að bjarga slæmu tímabili.
Liðið sem vinnur keppnina fær þátttökurétt í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.
Liðið sem vinnur keppnina fær þátttökurétt í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.
Rúben Amorim stjóri United gat glaðst í morgun þegar Joshua Zirkzee, Leny Yoro og Diogo Dalot tóku allir þátt í æfingu en þeir hafa verið tæpir fyrir úrslitaleikinn.
Það kemur mest á óvart að Zirkzee hafi æft en búið var að útiloka frekari þátttöku hans á tímabilinu eftir að hann meiddist aftan í læri í tapi gegn Newcastle í síðasta mánuði.
Yoro haltraði af velli í 2-0 tapi gegn Wet Ham þann 11. maí.
Dalot hefur ekki spilað síðan í tapleik gegn Úlfunum í síðasta mánuði vegna kálfameiðsla.
Það á eftir að koma í ljós hvort leikmennirnir séu klárir í að spila leikinn en ef Yoro og Dalot eru klárir mun Amorim örugglega láta þá í byrjunarliðið. Búist er við því að Zirkzee yrði frekar notaður sem kostur á bekknum.
Athugasemdir