Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund átti enn einu sinni dapran leik þegar Manchester United tapaði gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær.
Eins og svo oft áður, þá komst Höjlund lítið í takt við leikinn.
Eins og svo oft áður, þá komst Höjlund lítið í takt við leikinn.
Samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News, þá hafa menn innan félagsins misst trú á Höjlund og hann er til sölu í sumar.
Það eru aðeins tvö ár síðan Man Utd eltist við Höjlund allt sumarið og borgaði að lokum 72 milljónir punda fyrir hann.
Höjlund hefur skorað 26 mörk í 94 leikjum fyrir United en þar af hafa 14 þeirra komið í ensku úrvalsdeildinni.
Man Utd hefur mikinn áhuga á Liam Delap, sóknarmanni Ipswich, og ætlar að reyna að kaupa hann í sumar.
Athugasemdir