Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Flick áfram hjá Barcelona (Staðfest) - Gerði samning til 2027
Mynd: EPA
Þýski þjálfarinn Hansi Flick hefur framlengt samning sinn við Spánarmeistara Barcelona til 2027.

Flick tók við Barcelona af Xavi á síðasta ári og náði frábærum árangri á fyrsta tímabili sínu.

Liðið vann La LIga og konungsbikarinn ásamt því að vinna Ofurbikarinn.

Börsungar unnu alla leiki sína gegn erkifjendunum í Real Madrid og komust í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði í stórskemmtilegu einvígi gegn Inter.

Samningur Flick átti að gilda út næstu leiktíð en hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til 2027.


Athugasemdir